fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Myndir frá mótmælum í Moskvu vegna herkvaðningarinnar í Rússlandi – Yfir 800 handteknir

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 21. september 2022 20:51

Myndir frá mótmælunum/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir átta hundruð manns hafa verið handteknir í 37 borgum um allt Rússland í dag eftir fólkið tók þátt í mótmælum gegn herkvaðningu vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þar af voru yfir 300 manns handteknir í Moskvu.

Fréttaritari Sky, Diana Magnay, var viðstödd mótmælin í Moskvu og segir hún lögreglu beita sér á hrottafenginn hátt gegn mótmælendum.

Vladimir Pútín Rússlandsforseti ávarpaði þjóð sína í morgun og tilkynnti um herkvaðningu þar sem 300 þúsund manna varalið yrði kallað út til að berjast.

Frá mótmælunum í Moskvu í dag.Mynd/Getty

Eftirspurn eftir flugi frá Rússlandi stórjókst eftir tilkynninguna og sæti í flest flug nánast uppseld. Vefurinn Airlive greindi svo frá því í dag að rússnesk flugfélög væru hætt að selja karlmönnum á aldrinum 18-65 flugmiða, sumsé karlmönnum á þeim aldri að þeir gætu verið kallaðir í herinn, nema þeir geti framvísað sérstöku leyfi frá varnarmálaráðuneyti Rússlands.

Frá mótmælunum í Moskvu í dag.Mynd/Getty

Herkvaðningin er sú fyrsta síðan í seinni heimsstyrjöldinni en Pútín sagði að tilgangurinn væri að frelsa Donetsk- og Luhansk-héröðin í Úkraínu og vernda Rússland.

Frá mótmælunum í Moskvu í dag.Mynd/Getty

Sjá einnig: Teningunum er kastað – Segir stórstyrjöld yfirvofandi

Þá greindi DV frá því í morgun að leppstjórnir á nokkrum hernumdum héröðum í Úkraínu, þar með talið á Donbas svæðinu, hafi boðað til atkvæðagreiðslu um hvort svæðin eigi að verða hluti af rússneska ríkjasambandinu. Það liggur mikið á því atkvæðagreiðslurnar eiga að hefjast á föstudaginn og ljúka á mánudag. Þetta ber svo brátt að að Rússar og leppstjórnir þeirra reyna ekki einu sinni að láta líta út fyrir að um atkvæðagreiðslur sé að ræða þar sem allt fer heiðarlega fram. Úrslitin hafa verið ákveðin.

Frá mótmælunum í Moskvu í dag.Mynd/Getty
Frá mótmælunum í Moskvu í dag.Mynd/Getty
Frá mótmælunum í Moskvu í dag.Mynd/Getty

Hér má fylgjast með beinni útsendingu frá mótmælunum á CNN News 18

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað