fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Myndir frá mótmælum í Moskvu vegna herkvaðningarinnar í Rússlandi – Yfir 800 handteknir

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 21. september 2022 20:51

Myndir frá mótmælunum/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir átta hundruð manns hafa verið handteknir í 37 borgum um allt Rússland í dag eftir fólkið tók þátt í mótmælum gegn herkvaðningu vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þar af voru yfir 300 manns handteknir í Moskvu.

Fréttaritari Sky, Diana Magnay, var viðstödd mótmælin í Moskvu og segir hún lögreglu beita sér á hrottafenginn hátt gegn mótmælendum.

Vladimir Pútín Rússlandsforseti ávarpaði þjóð sína í morgun og tilkynnti um herkvaðningu þar sem 300 þúsund manna varalið yrði kallað út til að berjast.

Frá mótmælunum í Moskvu í dag.Mynd/Getty

Eftirspurn eftir flugi frá Rússlandi stórjókst eftir tilkynninguna og sæti í flest flug nánast uppseld. Vefurinn Airlive greindi svo frá því í dag að rússnesk flugfélög væru hætt að selja karlmönnum á aldrinum 18-65 flugmiða, sumsé karlmönnum á þeim aldri að þeir gætu verið kallaðir í herinn, nema þeir geti framvísað sérstöku leyfi frá varnarmálaráðuneyti Rússlands.

Frá mótmælunum í Moskvu í dag.Mynd/Getty

Herkvaðningin er sú fyrsta síðan í seinni heimsstyrjöldinni en Pútín sagði að tilgangurinn væri að frelsa Donetsk- og Luhansk-héröðin í Úkraínu og vernda Rússland.

Frá mótmælunum í Moskvu í dag.Mynd/Getty

Sjá einnig: Teningunum er kastað – Segir stórstyrjöld yfirvofandi

Þá greindi DV frá því í morgun að leppstjórnir á nokkrum hernumdum héröðum í Úkraínu, þar með talið á Donbas svæðinu, hafi boðað til atkvæðagreiðslu um hvort svæðin eigi að verða hluti af rússneska ríkjasambandinu. Það liggur mikið á því atkvæðagreiðslurnar eiga að hefjast á föstudaginn og ljúka á mánudag. Þetta ber svo brátt að að Rússar og leppstjórnir þeirra reyna ekki einu sinni að láta líta út fyrir að um atkvæðagreiðslur sé að ræða þar sem allt fer heiðarlega fram. Úrslitin hafa verið ákveðin.

Frá mótmælunum í Moskvu í dag.Mynd/Getty
Frá mótmælunum í Moskvu í dag.Mynd/Getty
Frá mótmælunum í Moskvu í dag.Mynd/Getty

Hér má fylgjast með beinni útsendingu frá mótmælunum á CNN News 18

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum