fbpx
Fimmtudagur 06.október 2022
Pressan

Sofnaði ölvunarsvefni – Vaknaði upp í líkkistu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 22:00

Víctor lenti í miklum hremmingum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víctor Huga Mica Álvarez vaknaði nýlega upp við slæman draum í líkkistu. Honum hafði verið komið fyrir í henni þar sem fórna átti honum til heiðurs Móður jörð. Það voru frumbyggjar í Bólivíu sem það gerðu.

Daily Star skýrir frá þessu. Fram kemur að Víctor hafi drukkið mikið áfengi og sofnað ölvunarsvefni þegar hann tók þátt í undarlegri athöfn. Hann vaknaði síðan um miðja nótt til að pissa en áttaði sig þá á að hann var í líkkistu.

Athöfnin var helguð Toba fólkinu en það eru frumbyggjar sem búa í Argentínu, Paragvæ og Bólivíu.

Félagi Víctor bauð honum á hátíðina til að drekka nokkra bjóra. Þetta endaði með að honum var fórnað til heiðurs Móður jörð.

„Það eina sem ég man er að ég hélt að ég væri í rúminu mínu og ætlaði að standa upp til að pissa en gat ekki hreyft mig. Þegar ég ýtti á glerið í kistunni byrjaði mold að koma ofan í hana og mér tókst að komast út. Ég hafði verið grafinn,“ sagði hann.

Hann bað nærstaddan mann um aðstoð og var fluttur á lögreglustöð. Þegar hann kom á lögreglustöðina var honum sagt að koma aftur þegar runnið væri af honum og skipti þá engu að andlit hans var þakið sementi og að hann hafði verið grafinn lifandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bragðið af grænkáli fær ófædd börn til að gretta sig

Bragðið af grænkáli fær ófædd börn til að gretta sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óþekkt lífvera sást á hafsbotni

Óþekkt lífvera sást á hafsbotni
Pressan
Fyrir 4 dögum

James Earl Jones gaf úkraínsku fyrirtæki réttinn á rödd Svarthöfða

James Earl Jones gaf úkraínsku fyrirtæki réttinn á rödd Svarthöfða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðaðist 18.000 km – „Kynlífsferðalag til Karíbahafsins“

Ferðaðist 18.000 km – „Kynlífsferðalag til Karíbahafsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að það séu 2,5 milljónir maura á hvern einasta jarðarbúa

Telja að það séu 2,5 milljónir maura á hvern einasta jarðarbúa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sparnaðarleiðin sem getur breytt lífi þínu fjárhagslega

Sparnaðarleiðin sem getur breytt lífi þínu fjárhagslega