fbpx
Sunnudagur 18.janúar 2026
Pressan

Domino’s gefst upp á Ítalíu

Rafn Ágúst Ragnarsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Domino’s hefur gefist upp á að sigra Ítalíu. Bandaríska pítsastaðakeðjan hefur endanlega lokað síðustu 13 búðum sínum í landinu, samkvæmt Bloomberg. Domino’s hafði upprunalega ætlað sér að opna 880 veitingastaði um alla Ítalíu fyrir árið 2030 en náði aðeins að opna 29. Þegar fyrsti staðurinn opnaði þar í landi lofaði fyrirtækið að nota einungis ítölsk hráefni en vonaðist til að vinna Ítali á sitt band með bandarískum nýjungum svo sem ananas á pítsu og ostafyllt skorpa, ásamt heimsendingu í bandarískum stíl.

Það sem stjórnendur bjuggust hins vegar ekki við var að vinsældir heimsendingaforrita sem gera neytendum kleyft að panta mat frá veitingastöðum sem bjóða ekki upp á heimsendingu jukust mikið á árunum eftir að Domino’s mætti til landsins. Þá gat fólk fengið pítsu frá hefðbundnum ítölskum pítsugerðarmönnum senda heim.

Domino’s hætti að keyra út pítsur í Ítalíu þann 29. júlí síðastliðinn en samkvæmt samfélagsmiðlum brá mörgum kúnnum við að staðirnir lokuðu, samkvæmt Bloomberg. Eftir að tilkynnt var skyndibitakeðjan yfirgæfi Ítalíu gerðu ítalskir fjölmiðlar mikið grín að Domino’s fyrir að hafa trúað að þau gætu keppt við ítalska pítsustaði, samkvæmt Fortune. „Domino’s lokar á Ítalíu. Bless að eilífu, havaískar með ananas,“ sagði viðskiptablaðið Affari Italiani.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hótelsérfræðingar: Þetta eru herbergisnúmer sem ætti að forðast ef dvölin á að vera friðsæl

Hótelsérfræðingar: Þetta eru herbergisnúmer sem ætti að forðast ef dvölin á að vera friðsæl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Glímdi við mikla fjárhagserfiðleika og þunglyndi eftir ER – Endurkoma sem tók 15 ár og hefur slegið í gegn

Glímdi við mikla fjárhagserfiðleika og þunglyndi eftir ER – Endurkoma sem tók 15 ár og hefur slegið í gegn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vegna veikinda neyddist móðir til að senda son sinn til föður hans og stjúpmóður – Hún mun sjá eftir því alla ævi

Vegna veikinda neyddist móðir til að senda son sinn til föður hans og stjúpmóður – Hún mun sjá eftir því alla ævi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagður hafa sett á svið ótrúlega atburðarás til að koma eiginkonunni fyrir kattarnef

Sagður hafa sett á svið ótrúlega atburðarás til að koma eiginkonunni fyrir kattarnef
Pressan
Fyrir 3 dögum

Apple tekur fram úr Samsung

Apple tekur fram úr Samsung
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump átti erfitt með að muna eigið loforð – „Gerði ég það? Hvenær gerði ég það?“

Trump átti erfitt með að muna eigið loforð – „Gerði ég það? Hvenær gerði ég það?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin myrt rétt fyrir áramót: Það kom fáum á óvart hver hinn grunaði er

Hjónin myrt rétt fyrir áramót: Það kom fáum á óvart hver hinn grunaði er
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærð fyrir glæpi sem sagðir eru ógna lýðræðinu

Ákærð fyrir glæpi sem sagðir eru ógna lýðræðinu