fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. júní 2022 20:30

Kynlíf gegn frjókornaofnæmi!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er sá árstími sem frjókorn gera mörgum lífið leitt. Þeir sem eru með ofnæmi fyrir grasi, frjókornum og þess háttar reyna því margir að byggja upp lager af nefúða, lyfjum og snýtipappír upp til að geta mætt þeim óþægindum sem þetta hefur í för með sér.

En íranskir vísindamenn telja að það sé hægt að takast á við ofnæmi af þessu tagi á mun skemmtilegri og ánægjulegri hátt en með lyfjum. Að þeirra mati er lausnin að stunda kynlíf.

Ladbible segir að fyrir þremur árum hafi íranskir vísindamenn uppgötvað tengsl á milli kynfæra fólks og nasa og augna og telji því að kynlíf geti átt sinn þátt í að gera út af við einkenni frjókornaofnæmis.

Vísindamennirnir segja að æðarnar í nösunum og augunum herpist saman þegar fólk stunda kynlíf og að það geri að verkum að aftur sé hægt að anda í gegnum stíflaðar nasir og að rauð augu verði eðlileg aftur.

Sina Zarrintan, sem tilheyrir hópi írönsku vísindamannanna, segir að kynlíf geti mildað einkenni frjókornaofnæmis eða gert alveg út af við þau. „. . . sjúklingarnir geta sjálfir stillt tíðni kynmaka af eftir alvarleika sjúkdómseinkennanna,“ sagði hún.

En það er auðvitað eitt stórt „EF“ í þessu öllu því þetta virkar best hjá þeim sem eru með typpi! Ástæðan er að sáðlát gagnast sérstaklega vel í þessu tilliti.

Vísindamaður við Tabriz læknaháskólann hefur bent á að það séu ákveðnir ókostir við þessa „meðferð“. Til dæmis séu ákveðnar „takmarkanir“ því erfitt sé að nota þessa „meðferð“ utan heimilisins og ef viðkomandi á sér ekki kynlífsfélaga. Þess utan langi fólk ekki oft að stunda kynlíf þegar það er illa haldið af frjókornaofnæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“