fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Rífa Robb Elementary skólann – „Það er ekki hægt að biðja barn eða kennara að fara aftur í þennan skóla“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 18:30

19 nemendur og 2 kennarar voru skotnir til bana í Robb Elementary skólanum í maí. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákveðið hefur verið að rífa Robb Elementary skólann í Uvade í Texas.  Salvador Ramos skaut 19 börn og tvo kennara til bana í skólanum þann 24. maí síðastliðinn.

Uvade er lítið samfélag og í kjölfar morðanna hefur bæjarstjórnin ákveðið að skólanum verði lokað og hann rifinn. Don McLaughlin, bæjarstjóri, staðfesti þetta á fréttamannafundi að sögn Sky News.

„Það er ekki hægt að biðja barn eða kennara að fara aftur í þennan skóla,“ sagði hann.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær skólinn verður rifinn.

Nokkrum klukkustundum fyrir fréttamannafundinn var skýrt frá því að svo margir lögreglumenn hefðu verið komnir á vettvang við skólann þremur mínútum eftir að Ramos fór inn í skólann að þeir hefðu getað stöðvað hann. Þess í stað beið lögreglan átekta fyrir utan skólann í rúmlega eina klukkustund á meðan Ramos myrti 19 börn og tvo kennara.

Steven McCraw, forstjóri almannavarna Texas, segir að lögreglan hafi algjörlega brugðist með þessari „hræðilegu ákvörðun“ sem vettvangsstjóri hennar tók.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“