fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Tugir Norðmanna meðal fórnarlamba stórfellds þjófnaðar á rafmynt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 07:59

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars stálu norðurkóreskir tölvuþrjótar rafmynt að verðmæti sem svarar til um 80 milljarða íslenskra króna. Rafmyntinni náðu þeir í gegnum tölvuleikinn Axie Infinity. Norska efnahagsbrotalögreglan telur að um 750 Norðmenn séu meðal fórnarlambanna í málinu og hafi þrjótarnir stolið sem nemur um 700 milljónum íslenskra króna frá þeim.

Dagbladet segir að á fréttamannafundi efnahagsbrotadeildarinnar í gær hafi verið tilkynnt að deildin rannsaki nú málið í samvinnu við bandarísku alríkislögregluna FBI. Vonast yfirvöld til að finna rafmyntina áður en búið verður að „hvítþvo“ hana og koma þannig í umferð.

Marianne Bender, ríkissaksóknari, sagði að tölvuþrjótarnir hafi nú þegar hrundið umfangsmiklum peningaþvættisaðgerðum í framkvæmd. Það þurf að koma rafmyntinni í gegnum slíkt ferli til að hún verði að peningum í höndum þrjótanna.

FBI telur að tölvuþrjótarnir starfi á vegum norðurkóresku leyniþjónustunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann
Pressan
Fyrir 2 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi