fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Kynntu nýja langdræga árásarflugvél – Getur borið kjarnorkuvopn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. desember 2022 16:00

Svona líta B-21 vélarnar út. Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega kynnti bandaríski flugvéla- og vopnaframleiðandinn Northrop Grummann Corp nýja langdræga árásarflugvél. Þetta er fyrsta vélin í nýjum flota langdrægra árásarflugvéla bandaríska hersins.

Vélin, sem er af gerðinni B-21, getur borið bæði kjarnorkuvopn og hefðbundin vopn og náð til skotmarka um allan heim.

Hver vél kostar sem svarar til rúmlega 10 milljarða íslenskra króna. Bandaríski flugherinn hefur í hyggju að kaupa að minnsta kosti 100 vélar.

B-21 vélarnar koma í staðinn fyrir B-1 og B-2 sem bandaríski flugherinn notar núna.

Nýja vélin er þannig gerð að mun erfiðara er að sjá hana á ratsjá en aðrar flugvélar. Auk þess verður viðhaldskostnaður hennar minni og þar með rekstrarkostnaðurinn. Er það vegna þess hvaða efni voru notuð við smíði hennar.

Framleiðsla er nú þegar hafin á sex vélum og er reiknað með að sú fyrsta verði flughæf um mitt næsta ár.

Rúmlega 8.000 starfsmenn Northrop Grumman og samstarfsaðila vinna nú við framleiðslu vélanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær