fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Næsti heimsfaraldur gæti átt upptök sín í jöklum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 30. október 2022 13:30

Grænlandsjökull bráðnar hratt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næsti heimsfaraldur gæti átt upptök sín i bráðnandi jöklum en ekki leðurblökum eða fuglum. Þetta eru niðurstöður nýrrar greiningar á vatni á norðurheimskautasvæðinu.

The Guardian segir að erfðafræðileg rannsókn á jarðvegi og botnlagi Lake Hazen, sem er stærsta ferskvatnið á norðurheimsskautasvæðinu, bendi til að hættan á að veirur berist í nýjan hýsil í fyrsta sinn, geti verið meiri vegna bráðnunar jökla.

Niðurstöðurnar benda til að samhliða hækkandi hita á heimsvísu vegna loftslagsbreytinganna, þá verði líklegra að veirur og bakteríur losni úr frosti í jöklum og sífrera og vakni til lífs á nýjan leik og geti borist í villt dýr.

Til dæmis er talið að miltisbrandsfaraldur, sem braust út 2016 í Síberíu og varð barni að bana og barst í að minnsta kosti sjö til viðbótar, hafi brotist út þegar sífreri bráðnaði í hitabylgju og veiran barst í hreindýr. Þetta var fyrsti faraldur miltisbrands á þessu svæði síðan 1941.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni