fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Sá sem réðst á Salman Rushdie tjáir sig – „Ég varð hissa“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 08:00

Hadi Matar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hadi Matar, 24 ára, sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie í síðustu viku og stakk hann er nú í gæsluvarðhaldi í Chautauqua fangelsinu í New York. Hann ræddi við New York Post í gær.

Hann sagðist ekki hafa reiknað með að Rushdie myndi lifa árásina af. „Þegar ég fékk að vita að hann hefði lifað af varð ég hissa,“ sagði hann.

Hann sagðist bera virðingu fyrir Ruhollah Khomeini, fyrrum æðstaklerki í Íran, sem gaf út dauðadóm yfir Rushdie í kjölfar útgáfu bókarinnar „Söngvar Satans“.

Matar vildi ekki svara því hvort árásin hafi verið sprottin af dauðadómnum en hann var afturkallaður af arftaka Ruhollah Khomeini síðar. „Ég ber virðingu fyrir æðstaklerkinum. Mér finnst hann góð mannsekja. Það er allt sem ég vil segja um það,“ sagði hann og bætti við að hann hefði aðeins lesið nokkrar síður í „Söngvum Satans“.

Matar stakk Rushdie um tíu sinnum. Rushdie var í bráðri lífshættu í upphafi og þurfti aðstoð öndunarvélar. Hann er laus úr henni nú og er á batavegi en fram undan er langt ferli við að ná bata. Hann mun missa sjónina á öðru auganu.

Matar var handtekinn strax eftir árásina. Hann neitar sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna