fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Pressan

Uggvænleg þróun yfirvofandi – „Ekki gera nein mistök“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 11:26

Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt skýrslu sem gerð var af NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) mun sjávarborð við strandlengju Bandaríkjanna hækka meira á næstu 30 árum en það gerði alla 20. öldina. AP fjallaði um skýrsluna.

Í skýrslunni kemur fram að sjávarborðið verði búið að hækka um 25-30 sentimetra árið 2050. Þá kemur fram að sjávarmálið á nokkrum stöðum hækki meira, til dæmis á það að hækka um 60 sentimetra fyrir árið 2060 í kringum eyjuna Galveston í Texas. Þá á það eftir að hækka svipað mikið í kringum St. Petersburg í Flórída.

„Ekki gera nein mistök: Hækkun sjávarmáls er yfirvofandi,“ sagði NicoleLeBoeuf, yfirmaður NOAA, á blaðamannafundi um skýrsluna í gær.

LeBoeuf varaði þá fólk við því að hækkun sjávarmáls hafi skelfilegar afleiðingar. Hún benti til að mynda á að 40% Bandaríkjamanna búi við strandlengju landsins og að stór hluti bandaríska efnahagskerfisins sé einnig staðsettur þar.

William Sweet, haffræðingur og aðalhöfundur skýrslunnar, sagði þá í viðtali eftir að skýrslan var gefin út að búast megi við auknum flóðum. „Það eru að fara að verða flóð á svæðum þar sem flóð hafa ekki verið til þessa,“ sagði hann. „Margar af stórborgum austurstrandarinnar eru að fara að vera í mun meiri hættu.“

Skýrslan er svo enn svartsýnni þegar horft er til lengri tíma. Í henni er gert ráð fyrir að sjávarmálið hækki um um það bil 60 sentimetra fyrir lok þessarar aldar, þá segir að hækkunin verði meiri í kringum austurströndina en á vesturströndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hennar hékk á bláþræði í 40 mínútur – Sjáðu myndbandið

Líf hennar hékk á bláþræði í 40 mínútur – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þolinmæðin er á þrotum – Áfengisbann til að takast á við of mikinn fjölda ferðamanna

Þolinmæðin er á þrotum – Áfengisbann til að takast á við of mikinn fjölda ferðamanna