fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Pressan

Rússneskum netárásum fjölgaði mikið á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. febrúar 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári fjölgaði „vönduðum og áhrifamiklum netárásum“ frá Rússlandi og öðrum fyrrum ríkjum Sovétríkjanna. Þetta segir í sameiginlegri úttekt yfirvalda í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu.

Meðal helstu skotmarka í Bretlandi á síðasta ári voru háskólar og skólar en fyrirtæki, góðgerðasamtök, lögfræðistofur, sveitarfélög og heilbrigðisyfirvöld voru einnig vinsæl skotmörk.  Árásirnar snúast um að komast inn í tölvukerfin, loka fyrir aðgang að gögnum og krefjast „lausnargjalds“.

Stór hluti tölvuþrjóta er frá Rússlandi eða rússneskumælandi. Vesturlönd hafa lengi sakað rússnesk yfirvöld um að loka augunum fyrir þessu vandamáli.

Í úttektinni kemur ekki fram hversu margar tölvuárásir voru gerðar á síðasta ári en breska njósnastofnunin GCHQ sagði á síðasta ári að þær hefðu tvöfaldast. The Guardian skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hennar hékk á bláþræði í 40 mínútur – Sjáðu myndbandið

Líf hennar hékk á bláþræði í 40 mínútur – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þolinmæðin er á þrotum – Áfengisbann til að takast á við of mikinn fjölda ferðamanna

Þolinmæðin er á þrotum – Áfengisbann til að takast á við of mikinn fjölda ferðamanna