fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Pressan

Nikótínpúðar undir vörinni geta valdið heilaskaða og eyðilagt tannholdið

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. febrúar 2022 16:30

Sænskt snús er vinsælt. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur kannski verið að mörgum finnist nikótínpúðar ekki dýrir en heilsufarslegur kostnaður af notkun þeirra getur verið hár. Danskir tannlæknar og læknar hafa miklar áhyggjur af notkun ungs fólks á nikótínpúðum en notkun Dana á aldrinum 15 til 29 ára á reyklausum nikótínvörum, til dæmis munntóbaki, snúsi og nikótínpúðum, hefur færst í vöxt að undanförnu.

Í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að bæði læknar og tannlæknar vari við notkun nikótínpúða og bendi á að þeir geti bæði eytt tannholdi og valdið heilaskemmdum.

Ný skýrsla sem danska lýðheilsustofnunin gerði sýnir að 11,4% ungmenna nota nikótínvörur í dag.

Camilla Rathcke, formaður danska læknaráðsins, sagði að nikótín hafi áhrif á þroska heilans og nikótín í því magni, sem er í nikótínpúðum, skaði heila sem eru að þroskast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Í gær

Karlmenn í þessum atvinnugreinum eru líklegri til framhjáhalds

Karlmenn í þessum atvinnugreinum eru líklegri til framhjáhalds
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hryllingurinn í hraðsuðukatlinum – Vildi finna að „þeir væru hluti af honum“

Hryllingurinn í hraðsuðukatlinum – Vildi finna að „þeir væru hluti af honum“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar

Er þakklát frænda sínum fyrir að hafa drepið föður hennar