fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Pressan

Tveir handteknir vegna hvarfs Mia – Grunaðir um morð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. febrúar 2022 12:30

Mia Skadhauge Stevn. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norður-Jótlandi í Danmörku hefur handtekið tvo 36 ára gamla karlmenn í tengslum við hvarf Mia Skadhaug Stevn. Mia hvarf snemma á sunnudagsmorguninn þegar hún var á leið heim frá miðborg Álaborgar. Síðan hefur ekkert spurst til þessarar 22 ára konu.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að mennirnir séu grunaðir um morð. Lögreglan vinnur nú að vettvangsrannsóknum á tveimur stöðum. Þeir eru í bænum Østervrå og bænum Flauenskjold. Mun vinna lögreglunnar á þessum stöðu standa yfir í langan tíma að hennar sögn.

Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að verið sé að yfirheyra mennina þessa stundina.

Eins og DV skýrði frá í gær þá hurfu Mia og Oliver Ibæk Lund á tveimur sólarhringum í Álaborg. Enn hefur ekkert spurst til Oliver en umfangsmikil leit stendur yfir að honum í dag.

Lögreglan hafði lýst eftir svörtum bíl, sem Mia sást fara inn í á Vesterbro, klukkan 06.09 á sunnudagsmorguninn. Óskaði hún eftir upplýsingum um bílinn. Í morgun sendi lögreglan tilkynningu frá sér þar sem fram kom að hún hefði fengið fjölda ábendinga um bílinn og þyrfti ekki fleiri.

Ekki hefur verið skýrt frá því hvort lík Mia sé fundið.

Tvö dularfull mannshvörf í Álaborg á tveimur sólarhringum – Lögreglan leitar að ákveðnum bíl

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hennar hékk á bláþræði í 40 mínútur – Sjáðu myndbandið

Líf hennar hékk á bláþræði í 40 mínútur – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þolinmæðin er á þrotum – Áfengisbann til að takast á við of mikinn fjölda ferðamanna

Þolinmæðin er á þrotum – Áfengisbann til að takast á við of mikinn fjölda ferðamanna