fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Ítalir færast skrefi nær því að lögleiða hass

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. september 2021 22:30

Hass. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hálf milljón Ítala hefur skrifað undir undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hass verði gert löglegt í landinu. Væntanlega verður efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og verður hún líklega haldin snemma á næsta ári.

Það tók aðeins eina viku að safna 500.000 undirskriftum en það er sá lágmarksfjöldi undirskrifta sem þarf til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu. Undirskriftasöfnunin fór fram á netinu.

Þeir sem standa að baki hennar segja að þátttakan sýni vel hversu margir vilja breytingar á refsilöggjöfinni hvað varðar hassneyslu og sölu. Í tillögunni felst að refsilaust verður að nota hass og selja það og kaupa sem og rækta.

Emma Bonino, fyrrum utanríkisráðherra og fulltrúi Ítala í Framkvæmdastjórn ESB, sagði að þetta væru ákveðin tímamót, ekki aðeins fyrir þá sem standa að undirskriftasöfnuninni heldur einnig þjóðina alla.

Skipuleggjendur undirskriftasöfnunarinnar hafa allan september til að safna undirskriftum. Eins og áður segist þá náðist markið á aðeins einni viku, síðasta laugardag. Þeir biðja fólk samt um að halda áfram að skrifa undir, bara til að gulltryggja málið.

Helmingur þeirra sem hefur skrifað undir er fólk yngra en 25 ára.

Næsta skref er síðan að hæstiréttur sker úr um hvort öllum formsatriðum hafi verið fullnægt og ef svo er þá verður boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notuðu AirTag til að elta fórnarlömbin: „Versta martröð hverrar fjölskyldu“

Notuðu AirTag til að elta fórnarlömbin: „Versta martröð hverrar fjölskyldu“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti