fbpx
Miðvikudagur 14.janúar 2026
Pressan

Nýliðið sumar var það hlýjasta í sögunni í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 11. september 2021 16:33

Fólk reynir að kæla sig í kæfandi hita. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið var ansi hlýtt í Evrópu og samkvæmt því sem kemur fram í nýrri skýrslu frá Copernicus, sem er veðurþjónusta ESB, þá var sumarið það hlýjasta síðan mælingar hófust og var metið frá 2018 slegið.

Copernicus fylgist með þróun loftslagsmála og safnar gögnum frá evrópskum veðurstofum.

Meðalhitinn í júní, júlí og ágúst var 0,96 gráðum hærri en meðalhitinn á árunum 1991-2020 og var hitametið frá 2018 slegið með 0,1 gráðu.

Í skýrslunni kemur fram að sumarið hafi verið í svalara lagi í norðurhluta Evrópu en á móti kemur að það var mun hlýrra sunnar í álfunni. Ágúst var sérstaklega hlýr í sunnanverðri álfunni. Þar mældist hitinn til dæmis 48,8 gráður á Sikiley þann 11. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hvarf sporlaust – Myrti eiginmaðurinn hana og faldi líkið á fjölskyldubýlinu?

Hún hvarf sporlaust – Myrti eiginmaðurinn hana og faldi líkið á fjölskyldubýlinu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann ástina að nýju á öldrunarheimilinu

Fann ástina að nýju á öldrunarheimilinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að byrla eiginkonu sinni blásýru

Sakaður um að byrla eiginkonu sinni blásýru
Pressan
Fyrir 4 dögum

17 ára stúlka myrti ömmu sína

17 ára stúlka myrti ömmu sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Björninn hefur loksins yfirgefið bygginguna – Þökk sé óvenjulegri aðferð

Björninn hefur loksins yfirgefið bygginguna – Þökk sé óvenjulegri aðferð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingmaður segir ráðherrann ljúga og gera það illa – „Kristi Noem er hálfviti“

Þingmaður segir ráðherrann ljúga og gera það illa – „Kristi Noem er hálfviti“