fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Pressan

Unglingsstúlka ýtti birni ofan af vegg til að bjarga hundum sínum – Myndband

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 06:00

Hér sést garður fjölskyldunnar. Skjáskot af upptöku úr eftirlitsmyndavél

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hailey Morinico, 17 ára, hikaði ekki þegar hún sá stóran svartbjörn, birnu, ógna hundum fjölskyldunnar við heimili hennar í Los Angeles. Birnan hafði klifrað upp á vegg og voru tveir húnar hennar með í för og létu heimilishundarnir þá heyra í sér.

Eins og sést á meðfylgjandi upptöku hljóp Hailey að birnunni og ýtti henni niður af veggnum.  Hún greip síðan einn hund og hljóp á brott ásamt hinum hundunum. Birnan lét sig þá hverfa yfir vegginn inn í garð nágrannans.

Hailey rispaðist aðeins við atganginn en annars amaði ekkert að henni eða hundunum.

„Í hreinskilni sagt þá var það eina sem ég hugsaði um að vernda hundana mína,“ sagði hún í samtali við KCAL-TV. „Ekki ýta við björnum og ekki koma nærri þeim. Þú vilt ekki verða óheppin(n). Ég var bara heppin að sleppa ómeidd,“ sagði hún þegar hún ráðlagði öðrum að gera ekki það sama og hún gerði.

Í myndbandinu hér fyrir neðan er hægt að sjá þegar Hailey ýtti birnunni niður af veggnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“