fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Inntökuathöfnin varð tvítugum manni að bana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 05:25

Stone Foltz. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun mars fannst Stone Foltz, 20 ára, meðvitundarlaus í íbúð sinni í Ohio í Bandaríkjunum. Það voru meðleigjendur hans sem fundu hann. Daginn áður hafði hann tekið þátt í inntökuathöfn í bræðralagið Pi Kappa Alpha í Bowling Green State háskólanum.

Samkvæmt frétt NBC News hafa átta félagar í bræðralaginu nú verið kærðir fyrir aðild að andláti Foltz. Þeir eru grunaðir um manndráp af gáleysi og að hafa spillt sönnunargögnum.

Saksóknarar segja að áttmenningarnir hafi látið Foltz og aðra sem reyndu að komast inn í bræðralagið fá 0,75 lítra áfengisflöskur og skipað þeim að tæma þær yfir kvöldið. Foltz tæmdi næstum því úr flöskunni og var svo ölvaður að félagar í bræðralaginu urðu að aðstoða hann við að komast heim. Þar skildu þeir hann eftir ósjálfbjarga.

Daginn eftir fannst hann meðvitundarlaus og komst aldrei aftur til meðvitundar. Hann lést þann 7. mars.

Paul A. Dobson, saksóknari, sagði í síðustu viku að inntökuathöfnin hafi endað með skelfingu og að áttmenningarnir hafi verið kærðir fyrir sinn þátt í málinu. Cory og Shari Foltz, foreldrar hins látna, sögðust þakklát fyrir að málið hafi verið tekið til rannsóknar og að áttmenningarnir verði dregnir til ábyrgðar.

Háskólayfirvöld hafa nú bannað starfsemi Pi Kappa Alpha.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg
Pressan
Í gær

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi