fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Pressan

Níu landamæraverðir reknir – Neituðu að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. maí 2021 20:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýsjálenska tollgæslan hefur rekið níu landamæraverði úr starfi en þeir neituðu allir að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Yfirvöld höfðu gert þá kröfu að allir framlínustarfsmenn á landamærunum skyldu láta bólusetja sig fyrir apríllok.

The Guardian segir að í febrúar hafi Jacinda Ardern, forsætisráðherra, sagt að bólusetning yrði ekki gerð að skyldu fyrir framlínustarfsfólk og að þeir sem myndu neita að láta bólusetja sig myndu fá ný störf þar sem þeir væru ekki í framlínunni. Jacinda Funnel, mannauðsstjóri tollgæslunnar, sagði að ekki hafi tekist að finna önnur störf fyrir fólkið, sem var í hlutastörfum, og hafi því þurft að segja því upp. Allt starfaði það í höfnum landsins.

Funnell sagði að það væri leitt að grípa hafi þurft til uppsagna og að tollgæslan skilji vel þá erfiðu aðstöðu sem fólkið er í. Hún sagði jafnframt að búið væri að bólusetja um 95% framlínustarfsmanna tollgæslunnar og þar af hefðu 85% lokið bólusetningu.

Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðuneytisins hvílir sú skylda á öllum sem vinna í skilgreindum áhættustörfum að láta bólusetja sig og átti bólusetningum að vera lokið fyrir 1. maí. Í síðasta mánuði hótaði yfirstjórn hersins að reka þá hermenn sem neita að láta bólusetja sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi