fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
Pressan

Sarah er dásömuð á netinu – Skýrði frá lausninni á stóru sokkaráðgátunni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. maí 2021 16:00

Þarna eru þeir! Mynd:Cathy Hinz/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa eflaust lent í því að sokkar virðast eiginlega bara gufa upp þegar þeir eru settir í þvottavél eða þurrkara. Auðvitað er það síðan yfirleitt annar sokkurinn úr pari sem hverfur, það er kannski ólíklegra að fólk taki eftir ef parið hverfur, og því eiga margir staka sokka. Ýmsar skýringar hafa verið settar fram á þessu en nú hefur Sarah Rose opinberað sannleikann um málið.

Hún upplifði oft að sokkar hurfu í þvottavélinni eða þurrkaranum. Henni datt í hug að einhver væri alltaf að brjótast inn hjá henni til að stela sokkum en þótti það samt frekar ólíkleg skýring. Þegar hún skoðaði þurrkarann sinn sá hún orsökina fyrir sokkahvarfinu.

Hún birti mynd á Twitter sem hefur farið á mikið flug. Myndin er þó tekin af hjónum nokkrum sem höfðu fundið skýringu á þessu eins og hún. Sokkarnir voru einfaldlega í síunni á þurrkaranum. Hjónin vinna sem húsverðir í nokkrum fjölbýlishúsum. Dag einn ákvað maðurinn að taka nokkra þurrkara í sundur og í þeim fann hann fjöldann allan af sokkum auk sjö dollara í reiðufé.

Ótrúlegur fjöldi sokka í einum þurrkara. Mynd:Cathy Hinz/Twitter

Tíst Sarah á Twitter virðist hafa vakið marga til meðvitundar um að sokkar geti endað í síum þurrkara. Það er því rétt að hreinsa þær reglulega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjudáð systkina – Brugðust hárrétt við og björguðu mannslífi

Hetjudáð systkina – Brugðust hárrétt við og björguðu mannslífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bíræfið bankarán í Þýskalandi – Boruðu gat inn í bankahvelfinguna og tæmdu öryggishólfin

Bíræfið bankarán í Þýskalandi – Boruðu gat inn í bankahvelfinguna og tæmdu öryggishólfin