fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Pressan

Sviku 32 milljónir dollara út úr níræðri konu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. apríl 2021 18:30

Hong Kong. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níræð kona í Hong Kong varð nýlega fyrir barðinu á svikahröppum sem tókst að svíkja 32 milljónir dollara út úr henni símleiðis. Lögreglan segir að svikahrapparnir hafi hringt í konuna sem býr í stóru einbýlishúsi á The Peak sem er hverfi auðkýfinga.

Svikahrapparnir þóttust vera opinberir kínverskir embættismenn sem sinntu öryggismálum. Þeir sögðu henni að nafn hennar og persónuupplýsingar hefðu verið notað við alvarleg afbrot í Kína.

Henni var sagt að hún þyrfti að millifæra peninga af bankareikningum sínum yfir á reikninga rannsóknarhópsins til að tryggja öryggi þeirra. South China Morning Post skýrir frá þessu. Fram kemur að nokkrum dögum síðar hafi maður komið heim til konunnar með farsíma og símakort sem konan átti að nota til að ræða við svikahrappana sem sannfærðu hana um að millifæra peninga 11 sinnum á fimm mánuðum.  Á þeim tíma millifærði hún sem svarar til 32 milljóna Bandaríkjadala inn á reikninga svikahrappanna.

Það var heimilishjálp konunnar sem áttaði sig á að eitthvað gruggugt væri á seyði og lét dóttur hennar vita og hafði hún samband við lögregluna.

19 ára maður var handtekinn vegna rannsóknar málsins en var látinn laus gegn tryggingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón