fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Kostuðu mistök dómstóls Einár lífið?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 06:00

Einár, öðru nafni Nils Grönberg. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta fimmtudag var sænski rapparinn Einár, sem hét réttu nafni Nils Grönberg, skotinn til bana í Hammarby í Stokkhólmi. Lögreglan hefur yfirheyrt á annað hundrað manns vegna málsins en enginn hefur verið handtekinn. Nú hefur því verið velt upp hvort mistök dómstóls hafi kostað Einár lífið.

Hann var einn vinsælasti rapparinn í Svíþjóð. Hann var 19 ára og hafði unnið til margra verðlauna fyrir tónlist sína.

Vitað var að fé hafði verið lagt til höfuðs honum af glæpasamtökum og naut hann verndar hvað varðar skráningu persónuupplýsinga þar sem hvergi mátti koma fram hvar hann átti heima, símanúmer hans eða annað persónutengt.

Aftonbladet segir að í dómi frá Þingrétti í Stokkhólmi frá í vor komi heimilisfang hans fram og hafi ekki verið fjarlægt eins og gera hefði átt. Um er að ræða dóm í fíkniefnamáli en fíkniefni fundust á heimili hans.

Ein af lykilspurningunum í rannsókninni á morðinu er hvernig morðinginn eða morðingjarnir vissu hvar Einár bjó. Þarna gæti því verið komin tenging við það.

Á síðasta ári var honum rænt af félögum í glæpagengi sem er kennt við Vårby. Eftir það naut hann verndar hvað varðar skráningu persónuupplýsinga í opinberum skrám. En sú vernd virðist hafa gleymst þegar dómur var skrifaður í fyrrgreindu fíkniefnamáli.

Aftonbladet hefur eftir Sven-Erik Alhem, talsmanni samtaka þolenda afbrota og fyrrum saksóknara, að þetta sé skelfilegt. Ekki bara fyrir þolandann og trú og traust almennings á getu hins opinbera til að vernda fólk sem nýtur verndar á borð við þá sem Einár átti að njóta.

Ekki er hægt að sjá hvort einhver hafi fengið afrit af dómnum því Þingrétturinn heldur ekki skrá yfir þá sem fá afrit af dómum.

Samkvæmt reglum eiga dómstólar að afmá upplýsingar, úr dómum, um fólk sem á á hættu að verða beitt ofbeldi eða hótað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ógnvekjandi klámleit Bryans Kohberger áður en hann myrti fjóra vini og samleigjendur

Ógnvekjandi klámleit Bryans Kohberger áður en hann myrti fjóra vini og samleigjendur
Pressan
Í gær

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“