fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Tæplega 30% útskrifaðra COVID-19-sjúklinga þurfa að leggjast aftur inn á sjúkrahús

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 10:00

Kórónuveirusýni tekið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 30% COVID-19-sjúklinga sem voru útskrifaðir af enskum sjúkrahúsum að meðferð lokinni þurftu að leggjast aftur inn innan fimm mánuða og tæplega einn af hverjum átta lést. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn.

Tíðni endurinnlagna er 3,5 sinnum hærri hjá COVID-19-sjúklingum en öðrum sjúklingum og dánarhlutfallið sjö sinnum hærra en hjá öðrum sjúklingum á sjúkrahúsum samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.

Rannsóknin, sem hefur ekki enn verið ritrýnd, sýndi einnig fram á auknar líkur á að COVID-19-sjúklingar glímdu við vandamál í hinum ýmsum líffærum eftir útskrift af sjúkrahúsi og átti þetta við um þá sem voru yngri en 70 ára og úr minnihlutahópum. The Guardian skýrir frá þessu.

„Það er búið að tala svo mikið um allt þetta fólk sem deyr úr COVID . . . en dauðinn er ekki eina afleiðingin sem máli skiptir,“ hefur The Guardian eftir Dr Charlotte Summers, sem kennir gjörgæslufræði við háskólann í Cambridg, en hún tók ekki þátt í gerð rannsóknarinnar.

Ekki er til neitt almennt samkomulag um áhrif og umfang „langvarandi COVID“ en vísindamenn hafa sagt að þau gögn sem fyrir liggja veki miklar áhyggjur. Miðað við nýlegar tölur frá bresku hagstofunni þá er fimmti hver Englendingur, sem smitast af veirunni, enn með sjúkdómseinkenni fimm vikum eftir smit og helmingur þeirra er enn með einkenni 12 vikum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri