Föstudagur 26.febrúar 2021
Pressan

Var svo hræddur við kórónuveiruna að hann bjó á flugvellinum í þrjá mánuði

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. janúar 2021 22:00

O'Hare alþjóðaflugvöllurinn í Chicago. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

36 ára Kaliforníubúi virðist hafa verið svo hræddur við kórónuveiruna að hann valdi að búa á O’Hare alþjóðaflugvellinum i Chicago í þrjá mánuði. Það komst upp um hann þegar tveir starfsmenn báðu hann um skilríki.

Þetta gerðist í gær. Lögreglan var kölluð á vettvang og sagði maðurinn henni að hann hafi verið svo hræddur við að fljúga vegna kórónuveirunnar að hann hafi haldið sig á flugvellinum. Hann kom sér því fyrir í hluta flugstöðvarinnar sem fólk þarf sérstaka aðgangsheimild að.

Hann var handtekinn í gær og kærður fyrir þjófnað og innbrot. Fyrir dómi sagði saksóknari að maðurinn hafi komið á flugvöllinn 19. október. Hann virðist hafa haldið sig á svæði, þar sem þarf sérstaka aðgangsheimild að, síðan. Dómarinn, Susana Ortiz, var frekar vantrúuð á þessa lýsingu saksóknarans og spurði hvort hún skildi hann rétt að maðurinn hafi virkilega haldið sig á sérstöku öryggissvæði frá 19. október til 16. janúar án þess að upp um hann kæmist.

Það voru tveir starfsmenn United Airlines sem höfðu afskipti af manninum, sem er 36 ára, og báðu hann um að framvísa skilríkjum. Hann framvísaði þá aðgangskorti sem var tilkynnt týnt þann 26. október. Það tilheyrir yfirmanni á vellinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Greip þá glóðvolga í trekanti

Greip þá glóðvolga í trekanti
Pressan
Í gær

105 ára kona sigraðist á Covid-19 – Hún segir þetta hafa verið lykilinn

105 ára kona sigraðist á Covid-19 – Hún segir þetta hafa verið lykilinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

WHO segir að hugsanlega hafi kórónuveiran ekki átt upptök í Kína – Beina sjónum sínum að öðru Asíuríki

WHO segir að hugsanlega hafi kórónuveiran ekki átt upptök í Kína – Beina sjónum sínum að öðru Asíuríki
Pressan
Fyrir 4 dögum

AOC safnaði 4,7 milljónum dollara fyrir hrjáða Texasbúa

AOC safnaði 4,7 milljónum dollara fyrir hrjáða Texasbúa