fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Nýtt bóluefni gegn COVID-19 sýnir 90% virkni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 07:00

Bóluefnið frá Novavax lofar góðu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska lyfjafyrirtækið Novavax reiknar með að sækja um markaðsleyfi fyrir bóluefni fyrirtækisins gegn COVID-19 í september. Fyrirtækið segir að bóluefnið sýni mjög góða virkni og veiti einnig góða vernd gegn nýjum afbrigðum veirunnar.

Það stefnir því í að enn bætist í vopnabúr okkar gegn kórónuveirunni sem hefur herjað á heimsbyggðina síðan snemma árs 2020. Þetta gæti orðið sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að mörg þróunarríki vantar sárlega bóluefni.

Novavax segir að miðað við fyrirliggjandi gögn veiti bóluefnið 90% vernd eftir tvo skammta en það er sama vernd og bóluefnin frá Pfizer/BioNTech og Moderna veita.

Tæplega 30.000 manns, 18 ára og eldri, tóku þátt í rannsókn Novavax. Tæplega helmingur þátttakendanna var af ættum svartra, asískra eða suðuramerískra Bandaríkjamanna.

Nú hefur eftirspurn eftir bóluefnum gegn COVID-19 dregist mjög mikið saman í Bandaríkjunum og á landið nóg af bóluefnum til að gefa öðrum ríkum sem hafa þörf fyrir þau. Rúmlega helmingur Bandaríkjamanna hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni en tæplega 1% íbúa þróunarlandanna hefur fengið einn skammt hið minnsta. Þetta sýna tölur frá Oxfordháskóla.

Auðvelt er að flytja og geyma bóluefni Novavax og því reiknað með að það muni leika lykilhlutverk í bólusetningum í fátæku ríkjum heimsins.

Það verður þó ekki alveg strax því fyrst þarf að fá markaðsleyfi í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar um heiminn. Að auki hefur fyrirtækið glímt við hráefnisskort. En þegar kemur fram á haust reiknar fyrirtækið með að geta framleitt 100 milljónir skammta af bóluefninu á mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona undirbýrð þú þig best fyrir flugferðina að sögn flugfreyju

Svona undirbýrð þú þig best fyrir flugferðina að sögn flugfreyju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“