fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Ný kórónuveirubylgja ógnar Afríku

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 22:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afríkuríki berjast nú örvæntingarfullt við að forðast að lenda í þriðju bylgju kórónuveirunnar. Embættismenn segja að þriðja bylgjan í Afríku geti orðið verri en sú sem nýlega reið yfir Indland. Á sama tíma og þessi bylgja er í uppsiglingu berst nánast ekkert af bóluefnum til álfunnar.

Matshidiso Moeti, fulltrúi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO í Afríku, segir þetta að sögn The Guardian. WHO segir að smitum fari nú fjölgandi í 14 ríkjum og í 8 af þeim hafi þeim fjölgað um rúmlega 30% á einni viku. Í Úganda fjölgaði smitum um 131% á milli vikna. Smitin hafa náð góðri fótfestu í skólum og hjá heilbrigðisstarfsfólki og þeim sem vakta fólk sem á að vera í sóttkví.

„Hættan á þriðju kórónuveirubylgjunni í Afríku fer vaxandi. Aðalmarkmið okkar er skýrt: Það skiptir öllu að geta bólusett Afríkubúa, sem eru í aukinni hættu á að veikjast alvarlega og deyja, fljótt,“ sagði Moeti.

Afríkuríki hafa fengið 50 milljónir skammta af bóluefnum gegn veirunni í gegnum hið alþjóðlega COVAX-samstarf. Búið er að bólusetja 31 milljón Afríkubúa en í álfunni býr rúmlega einn milljarður. Í ríkjunum sunnan Sahara hefur hlutfall bólusettra ekki náð tveimur prósentum.

Embættismenn óttast að næsta bylgja í Afríku geti orðið verri en sú sem herjaði nýlega á Indland en þar er heilbrigðiskerfið betra en víðasta í Afríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni