fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Handtekinn fyrir að gera grín að látnum manni – „Ha ha ha, svo virðist sem sykursýkin hafi sigrað aftur“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 14. maí 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona að nafni Simona Julius var handtekin í Bretlandi fyrir að skilja eftir miða með grimmilegum skilaboð á gröf manns, Liams, sem lést árið 2017 úr sykursýki, aðeins 22 ára gamall.

Simona, sem er 25 ára gömul, skrifaði líka níðingsleg skilaboð á legstein mannsins þar sem hún gerði grín af dánarorsök hans. „Ha ha ha, svo virðist sem sykursýkin hafi sigrað aftur“.  Hún sendi fjölskyldu hans einnig bréf og jólakort með særandi texta en óvíst er hvað vakti fyrir henni. Fjölskyldu Liams grunar þó að Simona hafi tengsl við fyrrum ástkonu Liams.

Simona

Hún fékk að eyða átta vikum í fangelsi vegna vanhelgunar á grafarreit. Fyrir dómi var einnig rakið hvernig hún áreitti fjölskyldu Limas  og þurfti hún að greiða þeim tæpar hundrað þúsund krónur í skaðabætur og var gert að sæta nálgunarmanni gegn þeim. Dómarinn sagði hátterni Simonu „galið“ og það hafi „níst hjörtu fjölskyldunnar“. Móðir hins látna manns bar vitni fyrir dómi og sagði:

„Að missa barn sitt er versta sorg sem þú getur ímyndað þér. Hún hefur heltekið líf mitt. Að komast að því að einhver hafi vanhelgað gröfina hans Liams hefur ýkt allar þessar tilfinningar og eyðilagt allar þær framfarir sem ég hefði náð í sorgarferlinu. Ég hugsa að fólk velti því fyrir sér hvers konar manneskja Liam var, hversu hræðilegur hann hljóti að hafa verið fyrst einhver skemmdi gröfina hans með þessum hætti, en í raunveruleikanum var hann elskaður af öllum sem þekktu hann.  Ég veit ekki til þess að hann hafi gert á hlut nokkurs og ég skil ekki hvers vegna hún gerði þetta.“

Frétt Mirrors

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd