fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Óttast afleiðingar nýrrar löggjafar í Hong Kong

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. apríl 2021 07:00

Hong Kong. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn samþykkti þingið í Hong Kong ný innflytjendalög sem veita yfirvöldum heimild til að koma í veg fyrir að fólk komi til landsins eða yfirgefi það. Þetta vekur áhyggjur lýðræðissinna og lögmanna sem benda á að svipuð lög séu í gildi í Kína þar sem þeim er oft beint gegn aðgerðasinnum sem eru uppi á kant við yfirvöld.

Stjórnvöld í Hong Kong, sem eru í raun undir hæl kínverska kommúnistaflokksins, vísa þessum áhyggjum á bug og segja þær vera hreint bull.

Lýðræðissinnar, aðgerðasinnar, lögmenn og áhrifafólk í viðskiptalífinu hefur lýst yfir áhyggjum af löggjöfinni. Hún heimilar til dæmis yfirmanni innflytjendaeftirlitsins að koma í veg fyrir að fólk fari um borð í flugvélar sem fljúga til og frá Hong Kong. Ekki er hægt að áfrýja ákvörðun yfirmannsins.

Bretar afhentu Kínverjum yfirráð yfir Hong Kong 1997 en í samningi ríkjanna um yfirtökuna er kveðið á um að Hong Kong sé sjálfstjórnarsvæði að hluta þar sem hugmyndin um „eitt ríki, tvö kerfi“ sé ráðandi. Með þessu átti að tryggja íbúum Hong Kong áframhaldandi lýðræði, málfrelsi og annað sem við Vesturlandabúar teljum sjálfsagt en kínverski kommúnistaflokkurinn er ekki hrifinn af. Samningurinn gildir til 2047 en margir vilja meina að Kínverjar séu búnir að brjóta hann með aðgerðum sínum síðustu misserin en þeir hafa þrengt mjög að lýðræðissinnum í Hong Kong.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?