fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Íranir ætlar að hefna sín á Ísrael eftir rafmagnsleysi í kjarnorkuveri

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 19:00

Íranski byltingarvörðurinn hefur verið upp á kant við Sádi-Arabíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íranska ríkisstjórnin sakaði í gær Ísrael um að hafa staðið á bak við rafmagnsleysi í kjarnorkustöðinni í NatanzMohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra, sagði að Íranir muni hefna sín.

„Síonistarnir vilja hefna sín vegna góðs árangurs okkar við að fá refsiaðgerðunum aflétt. Þeir hafa opinberlega sagt að þeir muni ekki leyfa það,“ sagði Zarif í samtali við íranska sjónvarpsstöð og bætti við að Íranir muni hefna sín.

Gefið hefur verið í skyn að brotist hafi verið inn í tölvukerfi kjarnorkustöðvarinnar og rafmagnið þannig tekið af. Íranir hafa ekki sagt mikið annað en að um rafmagnsleysi hafi verið að ræða og að engin geislavirk efni hafi sloppið út og að enginn hafi slasast. Í gær sögðu erlendir fjölmiðlar frá því að talið væri að rafmagnsleysið muni seinka kjarnorkuáætlun Íran um níu mánuði.

Í kjarnorkustöðinni í Natanz er unnið að því að auðga úran. Ef það nær ákveðnu stigi er hægt að nota það í kjarnorkuvopn.

Íran og Bandaríkin eiga nú í óbeinum viðræðum um að koma kjarnorkusamningnum frá 2015 aftur á sporið en Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin út úr samningnum 2018. Joe Biden, núverandi forseti, hefur gefið til kynna að hann sé reiðubúinn til samninga.

Ísraelska ríkisstjórnin hefur alltaf verið á móti samningnum og segir að á meðan Íran haldi áfram með kjarnorkuáætlun sína stafi Ísrael ógn af landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug