fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Laug til um COVID-19 veikindi sín – Það varð allri fjölskyldunni að bana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 05:22

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur haft alvarlegar afleiðingar að ljúga að fjölskyldu sinni. Það á svo sannarlega við um mál 36 ára konu frá Táchira í Venesúela. Hrakfarirnar byrjuðu um miðjan desember þegar konan, Verónica García Fuentes, fékk hita.

Newsweek skýrir frá þessu. Hún fór því í sýnatöku og var niðurstaðan jákvæð. Hún einangraði sig því heima en sleppti því að segja eiginmanni sínum og þremur börnum að hún væri með COVID-19. Þess í stað sagði hún þeim að hún væri með slæma inflúensu.

Tveimur vikum síðar viðurkenndi hún loks að hún væri smituð, það gerði hún skömmu fyrir stóra fjölskylduveislu. Hún hringdi þá í eiginmanninn og játaði að hún væri með COVID-19. 

Henni gekk illa að losna við veiruna og í janúar fékk hún lungnabólgu. Fjölskylda hennar, eiginmaðurinn, 17 ára unglingur og fjögurra ára tvíburar fóru í sýnatöku en niðurstaðan var neikvæð. En tveimur vikum síðar greindust þau öll með veiruna en voru einkennalaus. Þá var ástand Verónica orðið svo slæmt að hún var lögð inn á sjúkrahús.

Nokkrum dögum síðar var eiginmaður hennar lagður inn á sjúkrahús og viku síðar létust hjónin. Í lok janúar létust öll börnin af völdum COVID-19.

Þetta sorglega mál varð til þess að heilbrigðisyfirvöld í Táchira hafa hert áróður sinn um notkun andlitsgríma og að fólk virði tveggja metra regluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Í gær

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá