fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Danir herða kröfur um notkun andlitsgríma

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. ágúst 2020 07:00

Framvegis þarf að nota munnbindi í dönskum lestum. Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til fréttamannafundar klukkan 11 í dag að dönskum tíma. Forsætisráðuneytið hefur ekki sagt hvað á að ræða um á fundinum en danskir fjölmiðlar segjast hafa heimildir fyrir að Frederiksen muni kynna hertar kröfur um notkun andlitsgríma (munnbinda) í landinu.

Eins og staðan er núna er fólki eingöngu skylt að nota andlitsgrímur þegar það notar almenningssamgöngur í Árósum og nokkrum sveitarfélögum á austanverðu Jótlandi en þar er hefur fjöldi kórónuveirusmita greinst að undanförnu.

Fulltrúar þingflokkanna hittust í gær og ræddu næstu skref í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar og var niðurstaðan meðal annars að nú verði skylt að nota andlitsgrímur í öllum almenningssamgöngum í Danmörku.

Ekki liggur ljóst fyrir hvenær þessi krafa tekur gildi en Frederiksen mun kynna það á fundinum í dag að sögn danskra fjölmiðla.

Gripið er til þessara aðgerða vegna töluverðrar aukningar á smitum að undanförnu en fram að þessu hafa heilbrigðisyfirvöld ekki krafist þess að andlitsgrímur séu notaðar og það var fyrst fyrir nokkrum dögum sem þau mæltu fyrst með notkun þeirra við ákveðnar aðstæður.

Að undanförnu hafa sífellt fleiri notendur almenningssamgangna byrjað að nota andlitsgrímur af fúsum og frjálsum vilja miðað við kannanir dönsku járnbrautanna og í neðanjarðarlestunum í Kaupmannahöfn. Í neðanjarðarlestunum var hlutfall farþega, sem nota andlitsgrímur, komið upp í 25% á föstudaginn úr um 5% fyrir nokkrum dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Í gær

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér