fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Þess vegna er Donald Trump hræddur við Kamala Harris

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. ágúst 2020 05:45

Kamala Harris

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ósiðleg, óforskömmuð, ógeðsleg og óeðlileg.“ Þetta eru bara fjögur af þeim orðum sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur notað til að lýsa Kamala Harris, varaforsetaefni Joe Biden. Margir bandarískir stjórnmálaskýrendur segja að það sé aðeins hægt að túlka orð Trump á einn veg.

„Donald Trump er skíthræddur við Kamala Harris.“

Sagði Nicolle Wallace þáttastjórnandi hjá MSNBC á miðvikudaginn og bætti við:

„Af 11 konum, sem komu til greina sem varaforsetaefni, er Kamala Harris sú sem hann hræðist mest. Sem fyrrum saksóknari og ríkissaksóknari í Kaliforníu er Kamala Harris nær óttalaus þegar kemur að valdamiklum mönnum. Hún er eins og varðhundur.“

David Axelrod, fyrrum ráðgjafi Barack Obama, fyrrum forseta, er á sama máli:

„Ég er viss um að Mike Pence, varaforseti, skelfur á beinunum. Við vitum líka öll hvernig forsetanum líður í návist valdamikilla kvenna. Kamala Harris er ekki bara valdamikil kona, hún er svört valdamikil kona.“

Sagði hann í samtali við útvarpsstöðina NPR.

Trump hefur á fréttamannafundum, viðtali og í nokkrum tístum á Twitter fullyrt að Kamala Harris sé andstæðingur sem hentar honum vel. Hann segist aðallega vera hissa á hversu auðvelt það verði nú að sigra Joe Biden og ná þannig endurkjöri.

En Nicolle Wallace segir að það sé auðvelt að sjá í gegnum viðbrögð Trump:

„Ef Trump væri ekki áhyggjufullur myndi hann ekki tala svona mikið um Kamala Harris og hann myndi ekki kalla hana öllum þessum ljótu nöfnum.“

En hvort sem Trump er hræddur við Kamala Harris eður ei þá breytir það ekki þeirri staðreynd að þau voru eitt sinn vinir, eða að minnsta kosti pólitískir bandamenn. Trump og fjölskylda hans styrktu framboð hennar fjárhagslega 2011 og 2013 þegar hún sóttist eftir embætti ríkissaksóknara í Kaliforníu. Washington Post segir að skýringin á þessu sé einföld:

„Þá var Donald Trump Demókrati. Hann studdi einnig Bill og Hillary Clinton, bæði félagslega og fjárhagslega.“

Segir blaðið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma