fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Metfjöldi flóttamanna reynir að komast yfir Ermasund í smábátum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 18:00

Ermarsund. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi þeirra flóttamanna og annarra sem reyna að komast ólöglega til Bretlands með því að sigla yfir Ermarsund hefur aldrei verið meiri en nú. Það sem af er ári hafa fleiri reynt að sigla yfir Ermarsund en allt síðasta ár. Fjöldinn er nú orðinn tíu sinnum meiri en 2018.

Á miðvikudag í síðustu viku stöðvuðu yfirvöld 15 báta með 100 manns um borð. Þá komst fjöldi þeirra, sem reyna að komast sjóleiðina til Bretlands og eru gripnir, upp í 2.887 en það er tæplega 1.000 fleiri en allt síðasta ár og tíu sinnum fleiri en allt árið 2018.

Ýmislegt veldur þessari auknu sókn yfir Ermarsund til Bretlands þessar vikurnar. Gott veður á þar hlut að máli enda mun auðveldara að sigla litlum bátum yfir sundið þegar veður er gott. Þá hefur franska lögreglan að undanförnu gert rassíur í flóttamannabúðum við Calais. Mörg hundruð manns hafa verið fjarlægðir úr búðunum og fluttir í móttökumiðstöðvar í norðurhluta Frakklands en ekki eru allir sáttir við það og vilja frekar komast til Bretlands. Einnig hefur dregið úr framboði siglinga yfir sundið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og því senda smyglarar fólk af stað í litlum bátum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“