fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Austurríkismenn þurfa aftur að nota andlitsgrímur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. júlí 2020 07:01

Andlitsgrímur og gleraugu fara oft ekki vel saman en þetta fólk er heppið og þarf ekki að nota gleraugu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þarf aftur að nota andlitsgrímur á ákveðnum stöðum í Austurríki í kjölfar þess að kórónuveirusmitum fjölgaði í landinu. Nú þarf fólk að nota andlitsgrímur í verslunum, pósthúsum og bönkum.

Austurríki var fyrsta Evrópulandið til að skylda fólk til að nota grímur, sem ná yfir nef og munn, til að koma í veg fyrir smit. Það var gert í byrjun apríl. Um miðjan júní var staðan varðandi smit í landinu orðin það góð að fallið var frá þessari kröfu en nú hefur hún tekið gildi á nýjan leik.

Sebastian Kurz, kanslari, sagði á fréttamannafundi á þriðjudaginn að þetta væri gert til að vernda eldra fólk og „vekja athygli“ á því að enn stafi hætta af heimsfaraldri kórónuveirunnar.

Sumir sérfræðingar eru þó ekki sannfærðir um að þetta sé rétta leiðin. Þeir benda á að smitin, sem hafa komið upp að undanförnu, hafi til dæmis komið upp í kirkjum og sláturhúsum en ekki í matvöruverslunum.

Auk þess að skylda fólk til að nota andlitsgrímur verður eftirlitið hert á landamærum landsins að Albanínu, Bosníu, Kósovó, Svartfjallaland, Serbíu og Norður-Makedóníu. Mörg þeirra smita, sem hafa greinst í Austurríki, eru rakin til fólks sem kom frá þessum löndum.

Nú verður fólk, sem kemur frá þessum löndum, að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku hjá viðurkenndri rannsóknarstofu. Einnig munu Austurríkismenn herða eftirlitið með fólki frá þessum löndum og setja hugsanlega smitaða í sóttkví.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið