fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Hvað tekur við eftir heimsfaraldurinn? 1,7 milljónir óþekktra veira geta smitað fólk

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. júní 2020 17:00

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við greindum fjölda óþekktra veira sem geta komið fram í framtíðinni og við teljum að það séu um 1,7 milljónir af þeim sem geta smitað fólk.“ Þetta sagði doktor Peter Daszak, forstjóri EcoHealth Alliance, í samtali við Sky News um heimsfaraldur kórónuveiru og hvað við getum lært af honum og að við verðum að stöðva næsta faraldur strax í byrjun.

Hann sagði að hér væri um raunverulega ógn að ræða.

„Við þekkjum aðeins nokkur þúsund veirur svo stærsti hlutinn bíður þess að koma fram í framtíðinni.“

Kórónuveiran, sem nú herjar á heimsbyggðina, er talin hafa borist í fólk frá leðurblökum í Kína. Rannsóknir á fólki, sem býr nærri hellum leðurblaka, í Asíu hafa sýnt að aðrar veirur hafa einnig borist í fólk en hafa ekki þróast þannig að þær geti borist í annað fólk.

Daszak sagði að það þurfi að leggja allt í sölurnar til að greina og skrásetja erfðafræðilega uppbyggingu veira sem eru í dýrum.

„Við teljum að það sé hægt að gera þá á um 10 árum. Í framhaldinu væri hægt að þróa lyf og bóluefni. Það er einnig hægt að finna hvar veirurnar eru en það getur hjálpað fólki, sem býr nærri þeim, að breyta þeirri hegðun sinni sem stofnar því í hættu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna