fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Af hverju virkaði þjófavarnarkerfið á heimili Hagen-hjónanna ekki?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. maí 2020 06:55

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig stóð á því að einn af ríkustu mönnum Noregs var ekki með þjófavarnarkerfi, sem virkaði, á heimili sínu? Þessu hafa norskir fjölmiðlar velt upp að undanförnu eftir að skýrt var frá því að þjófvarnarkerfið á heimili Hagen-hjónanna hafi verið úrelt og að hjónin hafi ekki notað það.

Eins og flestir vita eflaust þá var Anne-Elisabeth Hagen numin á brott af heimili hennar og eiginmannsins, Tom Hagen, við Sloraveien 4 í útjaðri Osló í lok október 2018.

Á heimilinu voru hreyfiskynjarar inni í húsinu og skynjarar á gluggum og útidyrum. Ef kerfið fór í gang átti það að kveikja á eftirlitsmyndavélum sem myndu þá hefja upptöku. Kerfið var frá fyrirtækinu Verisure.

Vandinn var bara að hvorki kerfið né myndavélarnar höfðu verið notaðar síðan í nóvember 2017. TV2 skýrir frá þessu.

Heimili hjónanna bar ekki nein merki þess að þar ætti einn ríkasti maður landsins heima og Tom Hagen hefur alltaf látið lítið fyrir sér fara. En samt sem áður hafa fjölmiðlar velt fyrir sér af hverju svona auðugur maður hafi ekki tryggt öryggi heimilisins og fjölskyldu sinnar betur.

VG hefur áður skýrt frá því að Anne-Elisabeth hafi verið boðið nýtt þjófavarnarkerfi daginn áður en hún hvarf.

Hvorki Tom Hagen né verjandi hans, Svein Holden, hafa viljað tjá sig um af hverju úrelt og ónotað þjófavarnarkerfi hafi verið í húsinu en ekki nothæft kerfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca