fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Pressan

Sat í fangelsi í 20 ár fyrir morð – Síðan játaði annar maður morðið á sig

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haustið 1988 var 13 ára stúlku nauðgað og síðan myrt í rúminu sínu í Hwaseong í Suður-Kóreu. Um ári síðar handtók lögreglan 22 ára mann og yfirheyrði vegna morðsins. Hann var yfirheyrður í þrjá daga, fékk ekki að sofa, varla nokkurn mat og að lokum bugaðist hann og játaði morðið á sig.

Vandinn var hins vegar sá að maðurinn hafði ekki verið að verki. CNN skýrir frá þessu. Hann bugaðist undan þrýstingi lögreglunnar og fann sig knúinn til að játa ódæðisverkið á sig til að yfirheyrslurnar tækju enda. Í lok síðasta árs játaði síðan annar maður að hafa myrt stúlkuna. Saklausi maðurinn var dæmdur í 20 ára fangelsi og hafði lokið afplánun þegar hinn maðurinn játaði morðið á sig.

CNN segir að allt hafi þetta hafist í byrjun níunda áratugarins í Hwaseong þegar konur, ungar sem gamlar, voru myrtar. Ekki tókst að finna morðingjann. Fyrrnefnd stúlka var áttunda fórnarlambið í því sem hefur verið nefnt „morðin í Hwaseong“.

Eins og DV skýrði frá í gær telur lögreglan sig nú hafa upplýst flest morðanna. Þau játaði Lee Chun-jae á sig. Lífsýni úr honum fundust á þremur kvennanna. Hann situr nú þegar í fangelsi og afplánar lífstíðarfangelsisdóm fyrir að hafa nauðgað og myrt mágkonu sína 1994.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi