fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Pressan

Nýir tímar hjá Ryanair – Munnbindi og eftirlit með salernisferðum farþega

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. maí 2020 21:00

Ryanair lætur finna fyrir sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hyggst hefja flug á 40% af áður áætluðum flugum sínum þann 1. júní næstkomandi. Þess verður krafist að farþegar noti munnbindi um borð í vélum félagsins og það mun þurfa að fá leyfi hjá áhafnarmeðlimum til að fara á salernið. Áhafnirnar munu einnig nota munnbindi.

Ryanair, sem er stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, ætlar að fljúga 1.000 flug á dag frá 1. júlí en það er umtalsverð aukning frá þeim 30 ferðum sem eru farnar á dag þessar vikurnar.

Félagið hefur eins og flest önnur flugfélög ekki farið varhluta af heimsfaraldri kórónuveiru og þurft að draga úr umsvifum sínum.

Eddie Wilson, forstjóri félagsins, segir að eftir fjögurra mánaða stopp sé kominn tími til að Evrópa komist aftur á flug svo fólk geti hitt vini og ættingja og komist til vinnu. Einnig þurfi að endurræsa ferðamannaiðnaðinn í álfunni.

Breska ríkisstjórnin tilkynnti um helgina að þeir flugfarþegar sem koma til landsins frá öðrum löndum þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Bretland er einn stærsti markaður Ryanair. Michael O‘Leary, aðalforstjóri Ryanair, segir þetta vera „heimskulegt“. Auk þess sé ógerlegt að framfylgja þessu og því muni fólk væntanlega hunsa þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum
Pressan
Í gær

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu fjögur lík í Signu – Einn handtekinn vegna málsins

Fundu fjögur lík í Signu – Einn handtekinn vegna málsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna skaltu muna að sofa með svefnherbergisdyrnar lokaðar

Þess vegna skaltu muna að sofa með svefnherbergisdyrnar lokaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingurinn í hraðsuðukatlinum – Vildi finna að „þeir væru hluti af honum“

Hryllingurinn í hraðsuðukatlinum – Vildi finna að „þeir væru hluti af honum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú sjálf(ur) minnkað blóðfitumagnið þitt

Svona getur þú sjálf(ur) minnkað blóðfitumagnið þitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Það var gríðarlegt eldhaf svo ég vissi að ég hafði ekki langan tíma“

„Það var gríðarlegt eldhaf svo ég vissi að ég hafði ekki langan tíma“