fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Pressan

Þekkt fyrir tölvuleikjaspilun – Dæmd í 116 ára fangelsi fyrir svik

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. mars 2020 21:00

Shayene "shAy" Victorio. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 11 ár var hin 27 ára Shayene „shAy“ Victorio atvinnukona í tölvuleikjaspilun í heimalandi sínu Brasilíu. Hún hætti að keppa á síðasta ári og sneri sér að fyrirsætustörfum. En hún hefur einnig rekið netverslun með eiginmanni sínum og það hefur heldur betur komið henni í koll. Hún var nýlega dæmd í 116 ára fangelsi fyrir svik.

Hjónin ráku netverslunina frá 2013 til 2017 og verslaði fjöldi fólks við þau. En eitthvað virðist hafa skort á efndir því 118 viðskiptavinir fengu vörurnar, sem þeir keyptu, aldrei. Ekki fylgir sögunni hvaða vörur er um að ræða en það var brasilíska ESPN sem skýrði frá málinu.

Málið er greinilega mjög alvarlegt miðað við þyngd dómsins því refsiramminn fyrir brot sem þessi er 30 ára fangelsi og því er óhætt að segja að 116 ára fangelsisdómur sé mjög þungur. Shayene getur kannski huggað sig við að ekki má dæma fólk til lengri fangavistar en 30 ára. Spurningin er hvað gerist þegar málið verður tekið fyrir á efri dómsstigum en hún hefur nú þegar ákveðið að áfrýja dómnum.

Shayene hefur skrifað um málið á Instagram og lýst yfir sakleysi sínu. Hún segist ekki vera í haldi og verði ekki handtekin og þess utan sé hún ekki eftirlýst eins og sumir hafa haldið fram. Hún segir jafnframt að málið snúi að fyrrum eiginmanni hennar og hafi komið illa niður á henni. Þegar þau skildu hafi hann tekið við öllu tengdu fyrirtækinu og beri alla ábyrgð á því. Hún er auk þess iðin við að birta myndir af sér á Instagram og nýtur töluverðra vinsælda þar.

https://www.instagram.com/p/B9QBA-AJnX-/?utm_source=ig_embed

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Japönsk veitingastaðakeðja biðst afsökunar – Sögðu kínverska viðskiptavini vera „ókurteisa“

Japönsk veitingastaðakeðja biðst afsökunar – Sögðu kínverska viðskiptavini vera „ókurteisa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðisráðherrann tók barnabörnin með í sund í mengaðri á

Heilbrigðisráðherrann tók barnabörnin með í sund í mengaðri á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lagafrumvarp hræðir marga – Vill banna klám

Lagafrumvarp hræðir marga – Vill banna klám
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reiddist mjög þegar hún sá eiginmanninn horfa á klám – Skar undan honum og eldaði liminn í baunakássu

Reiddist mjög þegar hún sá eiginmanninn horfa á klám – Skar undan honum og eldaði liminn í baunakássu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað þýðir „8647“ eiginlega? – Ekki það sem stuðningsfólk Trump segir

Hvað þýðir „8647“ eiginlega? – Ekki það sem stuðningsfólk Trump segir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er Elon Musk gleymdur og grafinn í huga Donald Trump? – „Hann er búinn að vera, hann er farinn“

Er Elon Musk gleymdur og grafinn í huga Donald Trump? – „Hann er búinn að vera, hann er farinn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump sagður vilja flytja eina milljón Palestínumanna til Líbíu

Trump sagður vilja flytja eina milljón Palestínumanna til Líbíu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rýma þurfti grunnskóla þegar nemandi kom með handsprengju til að sýna samnemendum sínum

Rýma þurfti grunnskóla þegar nemandi kom með handsprengju til að sýna samnemendum sínum