fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Talsmaður WHO – Það verða fleiri heimsfaraldrar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. desember 2020 21:00

Heilbrigðisstarfsmaður með kórónuveirusýni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsbyggðin verður að læra af yfirstandandi heimsfaraldri kórónuveirunnar því fleiri heimsfaraldrar munu ríða yfir. Þetta sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO, í gær.

„Sagan segir okkur að þetta sé ekki síðasti heimsfaraldurinn og að faraldrar séu hluti af lífinu,“ sagði Tedros á fjarfundi sem var haldinn í tilefni þess að gærdagurinn, 27. desember, var fyrsti alþjóðlegi dagurinn tileinkaður undirbúningi undir faraldra. Aðalþing SÞ samþykkti nýlega að dagurinn yrði framvegis tileinkaður „alþjóðlegum undirbúningi undir faraldra“. Markmiðið er að reyna að tryggja að heimurinn læri af yfirstandandi heimsfaraldri kórónuveirunnar og búi sig undir faraldra framtíðarinnar.

Tedros sagði að nauðsynlegt væri að auka fjárfestingar hins opinbera í heilbrigðiskerfum til að tryggja „að börnin okkar og börnin þeirra erfi heim með betra mótstöðuafl og meiri sjálfbærni“.

Hann sagði einnig að þrátt fyrir að kórónuveiran hafi „snúið heiminum á hvolf“ síðasta árið hafi faraldurinn ekki komið WHO á óvart. Sérstaklega ekki þar sem stofnunin hafi árum saman varað við hættunni á að heimsfaraldur myndi skella á og að heimsbyggðin væri ekki undir slíkt búin. „Við verðum öll að læra af þeim lexíum sem heimsfaraldurinn hefur kennt okkur,“ sagði hann. Þetta þýðir að hans sögn að stjórnvöld um allan heim verða að fjárfesta meira í undirbúningi fyrir nýja faraldra og ekki bara í hinu hefðbundna heilbrigðiskerfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni