fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Pressan

Draga 13 til ábyrgðar fyrir banvæna ferð til eldfjallaeyju

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 21:30

Frá eldgosinu banvæna á White Island.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 9. desember 2019 hófst eldgos á White Island á Nýja-Sjálandi. 47 manns voru á eyjunni þegar gosið hófst og létust 22, að auki slösuðust margir. Nú hafa yfirvöld hafið málarekstur gegn tíu ferðaþjónustufyrirtækjum og þremur einstaklingum vegna málsins.

Flestir hinna látnu voru ferðamenn frá Ástralíu, Bandaríkjunum og Malasíu sem voru í siglingu með skemmtiferðaskipi.

Það er vinnueftirlitið, Worksafe, á Nýja-Sjálandi sem fer með málið. Niðurstaða þess er að 10 fyrirtæki og 3 aðilar hafi ekki fylgt þeim reglum og staðið undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíldi með því að fara með ferðamennina til White Island.

„Þetta var óvæntur atburður en það þýðir ekki að ekki hafi verið hægt að segja fyrir um hann og ferðaþjónustuaðilum ber skylda til að vernda þá sem eru á þeirra vegum,“ segir Phil Parkes, forstjóri Worksafe.

Málið verður tekið fyrir dóm 15. desember. Fyrir fyrirtækin er þyngsta mögulega refsing sekt upp á sem nemur um 130 milljónum íslenskra króna fyrir hvert. Hvað varðar einstaklingana er hámarksrefsingin sekt upp á sem nemur um 40 milljónum íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi