fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Smygla eiginkonum og börnum liðsmanna Íslamska ríkisins til Vesturlanda

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 31. október 2020 07:30

Liðskonur Íslamska ríkisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vestrænar leyniþjónustustofnanir reyna þessa daga að koma upp um leynileg samtök og fjársafnanir fólks sem styður hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið (IS). Fjársöfnununum er ætlað að fjármagna smygl á eiginkonum og börnum liðsmanna IS úr flóttamannabúðum í Sýrlandi til Evrópu.

Nokkur árangur hefur náðst í baráttunni við þetta smygl á undanförnum vikum. Í lok september voru 29 handteknir í Frakklandi og í Hollandi hefur einn róttækur íslamisti verið handtekinn.

Þegar valdatíð IS lauk í Írak og Sýrlandi voru mörg þúsund liðsmenn samtakanna, eiginkonur þeirra og börn handtekin í og komið fyrir í fanga- og flóttamannabúðum, aðallega í norðausturhluta Sýrlands. Margar kvennanna eru mjög ungar og frá Evrópu. Þær héldu til Sýrlands sem unglingar til að giftast vígamönnum IS og til að styðja hryðjuverkasamtökin. Margar þeirra eignuðust börn á meðan kalífadæmi IS var við lýði.

Margar þessara kvenna styðja málstað IS og telja leyniþjónustustofnanir að hætta geti stafað af þeim og hugsanlega börnum þeirra þar sem þau hafa dvalið lengi í umhverfi þar sem öfgahyggja ræður ríkjum.

Konurnar geta því verið ógn við öryggi Vesturlanda og það dregur eflaust ekki úr hatri sumra þeirra á Vesturlöndum að þær hafa verið sviptar ríkisborgararétti og komast því ekki aftur „heim“ nema með aðstoð smyglara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri