fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Stal 3.000 mannabeinum úr kirkjugarði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 17:15

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: EPA-EFE/RONALD WITTEK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar 53 ára Þjóðverji missti móður sína byrjaði hann að fara reglulega í kirkjugarðinn í Bad Soden. Svo virðist sem einmanaleiki hafi orðið honum einhverskonar hvatning eða ástæða til að opna grafir og stela mannabeinum og duftkerum.

Bild skýrir frá þessu. Fram kemur að þessi undarlega hegðun mannsins hafi byrjað 2017. Hann sótti síðan um starf sem garðyrkjumaður í kirkjugarðinum í Bad Soden til að auðvelda aðgengi sitt að fórnarlömbum sínum, hinum látnu. Eftir því sem maðurinn segir vildi hann hefna sína á borginni Frankfurt með þessu. En ekki hefur fengist nánari skýring á hvernig þjófnaður á mannabeinum og duftkerum átti að koma fram hefndum yfir heilli borg.

Maðurinn geymdi duftkerin og beinin heima hjá sér. Það komst upp um hann þegar lögreglan hafði komið upp eftirlitsmyndavélum haustið 2019. Við leit heima hjá manninum fundust rúmlega 300 duftker, um 3.000 mannabein og 400 legsteinar.

Í maí var maðurinn dæmdur til tveggja ára vistunar á viðeigandi stofnun. Stór hluti af málum hans er enn óafgreiddur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni