fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Bandaríkin vilja mynda bandalag í Asíu gegn Kínverjum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. október 2020 17:30

Mike Pompeo var nýlega í Asíu til að ræða við bandamenn Bandaríkjanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór nýlega í stutta heimsókn til Japan. Þar fundaði hann með forsætisráðherra Japan auk utanríkisráðherrum Japan, Ástralíu og Indlands. Markmiðið var að ræða málefni Kína og dró Pompeo enga dul á að Bandaríkin vilja mynda bandalag með Ástralíu, Japan og Indlandi gegn Kína.

Ríkin fjögur eiga nú þegar í samstarfi, Quad-samstarfinu, en Pompeo vill víkka það út og jafnvel láta það sækja fyrirmynd til samstarfs Evrópuríkja um varnarmál sem var komið á til að verjast Sovétríkjunum á sínum tíma. Asíska útgáfan á að vera vörn gegn Kína.

Ferðin var greinilega mjög mikilvæg því Pompeo fór í hana þrátt fyrir að hafa aflýst ferðum til Suður-Kóreu og Mongólíu vegna veikinda Donald Trump. Einnig sýnir það mikilvægi ferðarinnar og fundanna að utanríkisráðherrar Indlands og Ástralíu gerðu sér ferð til Tókýó í stað þess að notast við fjarfundabúnað.

Pompeo ræddi um „uppbyggingu sem getur unnið gegn þeim áskorunum sem kínverska kommúnistastjórnin veitir okkur“. Hann sagðist jafnframt sjá fyrir sér að fleiri þjóðir geti bæst við samstarfið síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið

Varð fyrir tilefnislausum árásum í Köln á gamlárskvöld – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu

Harmleikurinn í Sviss: Birta mynd af fyrsta fórnarlambinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 1 viku

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 1 viku

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri