fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

13 og 14 ára börn tilbúin til hryðjuverka og styðja nasista

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. október 2020 11:30

Breskir lögreglumenn að störfum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að óhugnanleg þróun hafi átt sér stað í Bretlandi varðandi öfgahyggju. Þar eru nú dæmi um að börn allt niður í 13 ára lýsi sig reiðubúin til að fremja hryðjuverk eða ofbeldisverk í pólitískum eða hugmyndafræðilegum tilgangi.

Þetta kom fram nýlega þegar Neil Basu, yfirmaður and-hryðjuverkadeildar Lundúnalögreglunnar, kom fyrir réttarfarsnefnd þingsins. Hann sagði að gera þurfi eitthvað í þessu.

Fram kom að börnin heillast af öfgahægrimönnum, kvenhöturum og öfgasinnuðum íslamistum sem beiti einföldum aðferðum til að lokka börnin inn í ofbeldisheim þegar þau sitja við tölvur sínar.

Eins og staðan er í dag beinast flestir aðgerðir hryðjuverkalögreglunnar að öfgasinnuðum íslamistum en málum sem tengjast öfgahægrimönnum fer fjölgandi og voru þau um 10% af málafjöldanum á fyrri helmingi ársins.

„Við sjáum sérstaklega aukningu hjá öfgahægrimönnum og aukningu hjá ungu fólki sem, allt niður í 13 ára aldur, ræðir að það sé tilbúið til hryðjuverka,“

sagði Basu.

Það gerir starf lögreglunnar erfiðara að börnin festa sig ekki endilega við ákveðna hugmyndafræði, pólitík eða trú heldur er það ofbeldið sjálft sem dregur þau að. Til dæmis eru dæmi um ungmenni sem aðhyllast íslamisma en um leið öfgahægriskoðanir og kvenhatur. Þau eiga það sameiginlegt að það er ofbeldið sem laðar þau að sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir