fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Pressan

Sjómaður fékk 8 kíló af kókaíni í netin – Dæmdur í átta ára fangelsi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tengslum við rannsókn á öðru máli komst danska lögreglan á slóð 27 ára sjómanns frá Vejen á Jótlandi sem hafði fengið átta kíló af kókaíni í netin. Það gerðist 2017 þegar hann var að veiðum í Norðursjó. Úr netunum komu átta pokar með kókaíni.

Vestri Landsréttur dæmdi manninn nýlega í átta ára fangelsi vegna málsins. TV2 skýrir frá þessu. Dómurinn er aðeins vægari en tíðkast í málum sem þessum því maðurinn stóð ekki að innflutningi fíkniefnisins heldur komst yfir það fyrir tilviljun.

Lögreglan hefur ekki fundið kókaínið en maðurinn viðurkenndi að hafa fengið það í netin. Hann hélt því fram að hluti þess hefði verið blautt og ónýtt. Rannsókn lögreglunnar leiddi þó í ljós að hann hafði gefið vinum sínum tvö kíló og selt restina. Þegar hann var handtekinn fann lögreglan fimm haglabyssur, þar af fjórar afsagaðar, hjá honum, loftbyssu og 106 haglaskot. Lögreglan telur að maðurinn hafi útvegað sér vopnin eftir að hann fékk kókaínið í netin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 4 dögum

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég ætla ekki að deyja hér“: Missti útlimi í skelfilegu slysi í túbunni í London – Sögð hafa valdið slysinu með eigin gáleysi

„Ég ætla ekki að deyja hér“: Missti útlimi í skelfilegu slysi í túbunni í London – Sögð hafa valdið slysinu með eigin gáleysi
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu