fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Eldfimt ástand í bandarískum stjórnmálum kyndir undir samsæriskenningar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. september 2020 22:15

15% Bandaríkjamanna trúa samsæriskenningum QAnon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsæriskenningar finna sér oft frjóan jarðveg í Bandaríkjunum og jafnvel þær ótrúlegustu og frumlegustu virðast geta fundið sér áheyrendur sem vilja trú því versta. Þetta er sérstaklega áberandi í hinni pólitísku umræðu í landinu en landið er nánast klofið í herðar niður, svo breið er gjáin á milli andstæðra fylkinga.

Nýjasta dæmið um samsæriskenningar, sem hafa náð sér á flug, sem tengjast bandarískum stjórnmálum tengist franskri drama/grínmynd um börn. Myndin nefnist „Cuties“ á ensku og fjallar um hóp barna, sem eru við að ná unglingsaldri, í fátæku úthverfi Parísar. Netflix tók myndina til sýninga. Óhætt er að segja að myndin hafi hækkað blóðþrýsting marga bandarískra þingmanna.

Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, hefur sent dómsmálaráðuneytinu bréf til að fá úr því skorið hvort myndin brjóti gegn „alríkislögum um framleiðslu og dreifingu barnakláms“. Netflix hafnar þessu og  segir myndina vera innlegg í samfélagsumræðuna um að börn séu gerð kynferðisleg.

En þetta hefur ekki dregið mátt úr Cruz sem leynir því ekki að með þessu er hann að leita að pólitískum fórnarlömbum í líki Barack Obama og Michelle Obama, fyrrum forsetahjóna, sem hafa gert margra ára samning við Netflix um þróun dagskrárefnis fyrir efnisveituna.

„Barack Obama þénar gríðarlega mikið á Netflix og þeir græða peninga á að selja kynferðislega misnotkun á börnum,“

sagði Cruz á Fox News.

Allt tengist þetta tilraunum til að sverta áberandi og leiðandi Demókrata og tengja þá við samsæri þar sem barnaníð kemur við sögu. Ein mest áberandi samsæriskenningin í þá veru tengist QAnon samsæriskenningunni sem gengur út á að leynileg samtök valdamanna, í Demókrataflokknum, tengist kerfisbundnu barnaníði og mannáti.

En það eru ekki allir Repúblikana sem aðhyllast þessa kenningu.

„Aanon er hættuleg klikkun sem á ekki að leika neitt hlutverk í bandarískum stjórnmálum,“

sagði Liz Cheney einn leiðtoga flokksins á þinginu nýlega í samtali við Politico.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro