fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Pressan

Tilkynnti ekki um lát móður sinnar og tók við ellilífeyri hennar árum saman

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. júní 2020 05:40

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudag í síðustu viku fóru lögreglumenn í Gentofte í Kaupmannahöfn að heimili einu í hverfinu til að kanna með eldri konu sem þar bjó. Þetta var gert að ósk félagsmálayfirvalda. Konan fannst látin á heimilinu og hafði verið látin í tvö til þrjú ár að því að talið er.

Samkvæmt frétt Ekstra Bladet þá var ekkert grunsamlegt við andlát konunnar sem var á tíræðisaldri.  Talsmaður lögreglunnar sagði að konan hafi látist fyrir nokkrum árum. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að um 2 til 3 ár sé að ræða.

En nánustu ættingjar konunnar höfðu ekki tilkynnt um andlát hennar og ekkert benti til að hún væri látin því ellilífeyrir hennar var tekin út í hverjum mánuði. Dóttir konunnar er grunuð um að hafa gert það og hefur hún nú stöðu grunaðs við rannsókn málsins.

Mæðgurnar voru báðar skráðar til heimilis í íbúðinni en dóttirin bjó að öllum líkindum ekki í henni eftir andlát móður sinnar að mati lögreglunnar sem segir að fyrir utan að lík gömlu konunnar var í íbúðinni þá hafi íbúðin ekki verið hæf til búsetu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn segir meiri ógn stafa af OnlyFans en múslimum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn segir meiri ógn stafa af OnlyFans en múslimum
Pressan
Fyrir 5 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“
Pressan
Fyrir 1 viku

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina
Pressan
Fyrir 1 viku

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi

Russell Brand bregst við nýjum ásökunum um kynferðisofbeldi í myndbandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi