fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Saksóknari – Andrew prins hefur ekki verið samvinnuþýður í Epstein málinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 07:00

Andrew prins í viðtali við BBC um mál Epstein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir saksóknarar vísa því á bug að Andrew prins hafi reynt að aðstoða við rannsóknina á hinum látna, bandaríska milljarðamæringi Jeffery Epstein. Samkvæmt lögfræðingum prinsins hefur hann boðið fram aðstoð sína við rannsóknina á Epstein. Saksóknari vísar þessu á bug.

Þetta segir Geoffrey Berman saksóknari í yfirlýsingu sem birt var á mánudag. Yfirlýsingin var birt eftir að lögfræðingar prinsins sögðu frá því fyrr sama dag að prinsinn hafi boðið fram aðstoð sína, a.m.k. þrisvar sinnum á þessu ári. Þessu neitar Geoffrey Berman, sem er saksóknari í suðurhluta New York, og vinnur að rannsókn á því hvort einhverjir hafi aðrir hafi tekið þátt í þeim glæpum sem hann er sakaður um.

Í yfirlýsingunni segir að Andrew prins hafi enn einu sinni reynt, með lygum, að láta líta út fyrir að hann sé viljugur til þess að vinna með yfirvöldum að rannsókninni á glæpum sem framdir voru af Epstein og samverkamönnum hans.

Hann bætir við að næstelsti sonur Elísabetar drottningar hafi hvað eftir annað neitað að koma til yfirheyrslu. Samkvæmt Geoffry Berman hafa yfirvöld mánuðum saman reynt að fá prinsinn til að vinna með sér.

Að lokum segir í yfirlýsingunni að ef Andrew prins sé alvara með því að vilja vinna með yfirvöldum, standi dyr þeirra opnar.

Mansal og misnotkun

Mál Jeffery Epstein fjallar um mansal og kynferðislega misnotkun á börnum. Epstein viðurkenndi árið 2008 að hafa greitt stúlku undir lögaldri fyrir kynlíf. Hann var dæmdur í 13 mánaða fangelsi, í umdeildum réttarhöldum, en margir voru á þeirri skoðun að hann hafi fengið allt of mildan dóm. Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum í ágúst síðastliðinn. Það gerðist á meðan hann beið dóms í nýju, viðamiklu máli, um mansal og kynferðisbrot á börnum. Hann hefði getað hlotið allt að 45 ára fangelsisdóm.

Kona ein heldur því fram að þegar hún var 17 ára hafi Epstein neytt hana til að hafa kynmök við Andrew prins. Prinsinn hefur sjálfur neitað því að þekkja konuna. Hann dró sig í hlé frá opinberum störfum í nóvember síðastliðinn, vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu