fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

WHO hrósar Finnum fyrir aðgerðir gegn reykingum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 18:32

Reykingar hafa skelfileg áhrif á ungt fólk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hrósar Finnum fyrir árangur þeirra í baráttunni gegn reykingum. Þarlendum yfirvöldum hefur tekist að takmarka vöxt rafrettureykinga og um leið hefur þeim sem reykja fækkað.

WHO segir að Finnar hafi sýnt fram á að það sé hægt að mjakast nær reyklausu samfélagi án þess að fólk snúi sér að öðrum valkostum á borð við rafrettur.

Á síðustu 20 árum hefur reykingafólki í Finnlandi fækkað úr því að vera um fjórðungur þjóðarinnar í 14%. Þá er átt við þá sem reykja daglega. Samtímis hefur tekist að halda fjölda þeirra sem nota rafrettur niðri en aðeins um 1% þjóðarinnar notar rafrettur.

„Finnar hafa sýnt að það er hægt að draga úr fjölda reykingamanna án þess að notendum rafretta fjölgi samtímis.“

Segir í yfirlýsingu frá WHO.

Fyrir tíu árum var gripið til metnaðarfullra aðgerða, sem byggja á lagasetningu, sem eiga að gera út af við reykingar í landinu fyrir 2040. Fyrir fjórum árum var bætt við lögin til að sporna við notkun rafretta. Þá var bannað að auglýsa rafrettur og aldurstakmark var sett á kaup á þeim og vörum þeim tengdum. Einnig var bannað að selja tóbak með bragði í rafretturnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju