fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Telja að 700.000 Ítalir geti verið smitaðir af COVID-19 – 5 ára fangelsi fyrir að brjóta gegn einangrun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. mars 2020 06:59

Horft yfir Róm. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almannavarnir á Ítalíu telja að allt að 700.000 Ítalir geti verið smitaðir af COVID-19 veirunni. Í gær höfðu um 70.000 smit verið staðfest og tæplega 7.000 höfðu látist af völdum veirunnar. Yfirvöld hafa gripið til harðra aðgerða til að reyna hemja útbreiðslu veirunnar. Nú ætla yfirvöld að herða refsinguna við því að brjóta vísvitandi gegn einangrun ef viðkomandi er smitaður af COVID-19.

Þeir sem brjóta vísvitandi gegn einangrun eiga nú allt að fimm ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Þeir sem brjóta reglur um sóttkví eiga sektir, 400 til 3.000 evrur, yfir höfði sér framvegis sagði Giuseppe Conte, forsætisráðherra í gær.

Áður voru sektirnar að hámarki 206 evrur og þriggja mánaða fangelsi var hámarksrefsing við brotum gegn einangrun smitaðra.

Talsmaður almannavarna sagði í gær að ekki væri ólíklegt að smitaðir væru um tíu sinnum fleiri en staðfest smit. Því gæti fjöldi smitaðra á Ítalíu verið um 700.000.

Ítalir hafa farið verst allra Evrópulanda út úr faraldrinum og Langbarðaland í norðurhluta landsins hefur orðið langverst úti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað